Fréttir

Karfa: Konur | 28. september 2007

Bryndís með 35 stig í auðveldum sigri á Grindavík

Keflavík sigraði Grindavík í kvöld i undanúrslitum Poweradebikarkeppni kvenna, 92-59. Keflavík spilar því til úrslita við Hauka en leikurinn fer fram á morgun, sunnudag kl. 14.00 í Laugardalshöllinni.

Eins og tölurnar gefa til kynna þá var sigurinn afar auðveldur og greinlegt að stelpurnar eru í fanta formi hjá Jonna. Miklu munnar að Kesha kom til landis í byrjun september og hefur liðið því ná góðri samhæfingu og eru til alls líklegar í vetur. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og voru þær komnar með 8 stiga forustu eftir 1. leikhluta, 18-10. Grindavíkurstelpur náðu að minnka muninn niður í 4. stig í hálfleik, 32-28 en í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum.

Nánar má lesa um leikinn á karfa.is og vf.is

Tölfræði leiksins á kki.is von bráðar

Bryndís Guðmundsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 35 stig og  Kesha Watson var sterk og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en hún skoraði 16 stig öll í þeim fyrri.