Bryndís og Guðmundur best hjá Keflavík
Árlegt lokahóf KKDK fór fram á Kaffi-Duus sl. föstudag. Hefðbundin dagsskrá var um kvöldið en meistaraflokkar félagsins sýndu þar atriði úr eigin smiðju, veitt voru verðlaun til þeirra leikmanna sem þótti skara fram úr og þá hélt Þorkell Máni Pétursson þrumuræðu yfir hópnum. So-Ho sá um veitingarnar og voru þær stórbrotnar fyrir braðglaukana.
Hér eru þeir aðilar sem unnu til verðlauna á lokahófinu;
Meistaraflokkur karla;
Besti leikmaður; Guðmundur Jónsson
Besti varnarmaður; Gunnar Ólafsson
Mestu framfarir; Andri Daníelsson
Meistaraflokkur kvenna;
Besti leikmaður; Bryndís Guðmundsdóttir
Besti varnarmaður; Sandra Lind Þrastardóttir
Mestu framfarir; Bríet Sif Hinriksdóttir
Lið ársins;
Arnar Freyr Jónsson, Guðmundur Jónsson, Gunnar Ólafsson, Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir
Bestu leikmenn unglingaflokks; Valur Orri Valsson og Sara Rún Hinriksdóttir
Hér að neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum kvöldsins auk nokkurra annarra mynda en myndir vantar af Guðmundi Jónssyni sem var við vinnu er lokahófið fór fram. Jón Halldór Eðvaldsson tók við verðlaununum í hans stað og þá þótti mikilvægt að "photobomba" myndir af bestu leikmönnum unglingaflokkanna. Myndirnar tala að öðru leyti sínu máli.