Fréttir

Körfubolti | 1. maí 2007

Bryndís og Magnús valin best á lokahófi KKDK

Lokahóf KKDK fór fram á mánudagskvöldið og voru Bryndís Guðmundsdóttir og Magnús Þór Gunnarsson valin best en Kara og Þröstur þóttu hafa tekið mestu framförum.

Maggi var með 17 stig í deildinni í vetur og 12,5 stig af meðaltali í úrslitakeppninni. Vítanýtingin var 88,5 % og þriggja stiga nýtingin 42 % í þeim 19 leikjum sem Maggi lék.

Bryndís var með 13.7 stig í deildinni í vetur og nákvæmlega sama meðaltal í úrslitakeppninni, en hún átti sérlega góða leiki gegn Grindavík. Vítanýtingin var 83 % og Bryndís tók að meðaltali 6 fráköst í leik.

Mestu framfarir

KVK- Kara Sturludóttir
KK - Þröstur Leó Jóhannsson

Besti varnarmaður

KVK - Kara Sturludóttir
KK - Sverrir Þór Sverrisson


Lið ársins 2007

Bryndís Guðmundsdóttir
Magnús Gunnarsson
María Ben Erlingsdóttir
Sverrir Þór Sverrisson
Margrét Kara Sturludóttir