Búið að draga í 16 liða úrslit í Subwaybikarnum
Dregið var í dag í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins en leikið verður 5. - 7. desember. Karlarnir fengu útileik gegn Valsmönnum eftir að hafa slegið út lið Stjörnunnar s.l. sunnudagskvöld en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar. Stelpurnar fengu heimaleik gegn Grindavík og loks fékk b-lið Keflavíkur í kvennaflokki heimaleik gegn Þór, Akureyri.