Fréttir

Körfubolti | 21. október 2006

Burst í fyrsta leik hjá stelpunum

Keflavik fór létt í gegnum fyrsta leik sinn í Iceland Express-deild kvenna í dag, 121-46. Leikur var heimaleikur hjá Keflavík en var leikinn í Grindavík eins og allir leikir umferðarinar í tilefni af ári kvennakörfuboltans.  Kesha Watson sem lék sinn fyrsta leik með liðinu var stigahæst í dag með 28 stig á 21 mín. og 7 stoðsendingar.  María Ben kom næst með 25 stig og 9 fráköst og Birna var með 18 stig.

Tölfræði leiksins