Burst í Vesturbænum
Keflavík og Kr áttust við í DHL höllinni í gær og er kemst frá því að segja að Keflavík átti ekki í vandræðum með slakt lið KR-inga. Enda er munurinn á milli fjögura eftstu liðanna og þeirra tveggja neðstu talsvert mikill. Staðan eftir fyrsta leikhlutan ver 8-32 og eftir það var í raun formsatrið að klára leikinn. Leiktíma var skipt bróðulega á milli og fengu yngri stelpurnar að spila mikið.
Stighæst var Barkus með 29 stig, Ingibjörg var með 12, Hrönn og Birna með 10 stig. Leikurinn evar í 17 umferð deildarinnar og er Keflavík í þriðja sæti með 22 stig, jafn og Grindavík en þær eiga einn leik til góða. Stelpurnar eiga eftir að mæta Breiðblik á útivelli, Haukum á heimavelli og Grindavík á útivelli.
Lakiste Barkus skoraði 29 stig og var með 6 stoðsendingar.