Fréttir

Karfa: Konur | 22. september 2011

Butler til Keflavíkur og sigur gegn Snæfell

Keflavíkurstúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi. Sá leikur fór fram á Hólminum og höfðu Keflavíkurstúlkur betur í leiknum, en lokatölur voru 71-75 fyrir Keflavík.

Keflavík tefldi fram Jaleesu Butler, en stúlkan hefur undirritað samning við Keflavík fyrir komandi leiktíð. Hún var ein af lykilkonum Iceland Express deild kvenna á síðustu leiktíð þegar hún spilaði með Hamar. Jaleesa Butler lék 25 leiki á síðustu leiktíð með Hamar. Hún afrekaði 23.8 stig að meðaltali í leik og hirti 14.4 fráköst.

Jalessa er fædd 1987 og hefur verið við fastar æfingar í allt sumar. Hún á eftir að vera mikill liðstyrkur fyrir Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur.

Af karfan.is:

Það var skemmtilegur leikur í Stykkishólmi þegar Snæfell tók á móti Keflavík í Lengjubikar kvenna í kvöld.
Keflavíkurstúlkur fengu ekkert gefins í upphafi og komust heimastúlkur í 11-5 en Keflavík elti alltaf uppi muninn með mikilli seiglu í leiknum. Þetta gekk svona heilt yfir leikinn að Snæfell stökk frá og hafði forystu mest allann tímann og Keflavík hljóp það alltaf upp. Staðan eftir fyrsta hluta var 22-19 fyrir Snæfell. Í hálfleik 36-37. Þær voru stigahæstar hjá Snæfelli Hildur Sigurðar og Shannon McKever með 10 stig hvor. Hjá Keflavík voru Birna Valgarðs, Pálina Gunnlaugs og Jaleesa Butler með 7 stig hver.
 
Í lok þriðja hluta komust Keflavíkurstúlkur fyrst yfir 54-57 og leikurinn var í járnum allan fjórða hluta. Staðan var 61-61 þegar þrjár mínútur voru eftir og eintómt hnoð fram og til baka einkenndi leikinn. Keflavík setti svo tærnar framar og tóku forystu í leiknum og sigruðu 71-75 á endasprettinum. Bæði lið voru að gera mörg mistök í leiknum og leikform alls ekki orðið 100% en tvö spennnadi lið til að fylgjast með í vetur.
 
 
Stigaskor Snæfells:
Hildur Sigurðardóttir 22. Shannon McKever 19. Berglind Gunnarsdóttir 9. Alda Leif Jónsdóttir 8. Hildur Björg Kjartansdóttir 7. Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 3 hvor.
 
Stigaskor Keflavíkur:
Birna Valgarðsdóttir 17. Thelma H. Tryggvadóttir 12. Sara Rún Hinríksdóttir 11. Jaleesa Butler 11. Helga Hallgrímsdóttir11. Pálína Gunnlaugsdóttir 7. Lovísa Falsdóttir 3. Marín Rós Karlsdóttir 2. Hrund Jóhannsdóttir 1.
 
 

Jaleesa Butler tók sig vel út í Keflavíkurbúning í gærkvöldi (mynd: karfan.is)