Fréttir

Carmen Tyson-Thomas til Keflavíkur
Karfa: Konur | 12. ágúst 2014

Carmen Tyson-Thomas til Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik er orðið fullskipað fyrir komandi leiktíð en um helgina var gengið frá samning við Carmen Tyson-Thomas. Carmen er 177 cm bakvörður frá Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum en á lokaári sínu í skóla skoraði hún tæplega 11 stig á leik og tók 6 fráköst.

Annars er það að frétta af liðinu að stelpurnar hafa verið duglegar að æfa í sumar og eru bundnar miklar væntingar til liðsins, þrátt fyrir ungan aldur. Um miðjan september halda þær í æfingaferð til Spánar og ættu þær því að koma vel æfðar og vel tanaðar fyrir komandi átök í Domino´s deildinni.