Fréttir

Darius Tarvydas til Keflavíkur
Karfa: Karlar | 31. desember 2021

Darius Tarvydas til Keflavíkur

Um leið og við sendum ykkur öllum hugheilar áramótakveðjur með kæru þakklæti fyrir alla stundirnar og stuðninginn á árinu sem er að líða viljum við tilkynna að Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við litháeska leikmanninn Darius Tarvydas. Darius er fæddur árið 1991 og er 200 cm. Vonir standa til að leikmaðurinn verði kominn til landsins 3. janúar og verði kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Vestra sem fer fram hér í Blue Höllinni 6. janúar.