Fréttir

Karfa: Karlar | 18. mars 2008

Deildarmeistarar 2008 og mætum Þór í 8. liða

Keflavík sigraði Fjölnir auðveldlega í kvöld og mætir Þór í 8.liða úrslitum.  Fyrsti leikurinn fer fram Toyotahöllinni föstudaginn 28. mars og hefur liðið því páskana til undirbúnings. Það er ástæða til að óska öllum Keflavíkingum til hamingju með titilinn, liðið vann 18. leiki í vetur og tapaði 4. Deildin er gríðalega sterk og að flestra mati aldrei verið eins sterk sem gerir árangurinn enn sætari. Við ætlum okkur Íslandsabikarinn i ár og til þess þurfum við stuðning áhorfenda. Fjölmennum á leikina í úrslitakeppninni!!

Leiknum var varpað beint á netinu ásamt 4. öðrum leikjum. Þetta er tilraunaverkefni ennþá en vonir standa til að allir leikir karla og kvenna verði beint á netinu með þessum hætti á næsta tímabili. Einnig standa vonir til að sem flestir leikir í úrslitakeppninni verði beint.

Það var ljóst fyrir leik að mótstaðan yrði ekki mikil í gestunum enda fallnir niður um deild.  Það hófst mikil skothríð strax frá upphafi og forustan 16.stig eftir fyrsta leikhluta. Tommy og BA voru þar fremstir í flokki og voru ófeimnir að skjóta. Það voru þó Jonni og Siggi sem sem skoruðu fystu stigin, en Siggi var í byrjunarliðinu á kostnað Susnjara.  Jonni spilaði aðeins í fyrsta leikhluta en hvíldi svo restina af leiknum vegna smávægilegra meiðsla. Staðan í hálfleik var 52-33

Eftir að vera búnir að ná sér í þessa þægilegu forustu gat Siggi I. leyft yngri leikmönnum að spreyta sig.  Allir leikmenn liðsins komust á blað fyrir utan Sigfús og Elvar. Fjölnismenn mega eiga það að þeir gáfust aldrei upp en liðið var að mestu skipað ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokk. Lokatölur 93-58.

Stighæstir í kvöld B.A með 24. stig og 6. fráköst, Tommy með 19. stig og 5.stolnir, Susnjara með 12 stig og 11. fráköst, Gunnar 9. stig og Maggi 8. stig og 10 fráköst

Tölfræði leiksins hér 

Lokastaðan

Svona verður úrslitakeppnin þá skipuð í ár:
Keflavík - Þór
KR - Skallagrímur
Grindavík - ÍR
Njarðvík – Snæfell