Fréttir

Karfa: Karlar | 14. mars 2008

Deildarmeistarar eftir sigur á Skallagrím

Keflavík varð í kvöld deildarmeistari eftir frækin sigur á
Skallagrím í Borgarnesi, 76-84.  Deildarbikarinn verður afhenntur í
Toyotahöllinni í síðasta deildarleik vetrarins gegn
Fjölni á þriðjudagskvöldið. Á þann leik þurfa stuðningsmenn að
fjölmenna og fagna með strákunum í lokslok.

Þó við séum búnir að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn
þá er mikil spenna á öðrum vígstöðum í deildinni.
Eins og staðan er fyrir lokaumferðina þá er
líklegast að við mætum Þór í 8. liða úrslitum.

 

Mynd þegar við fögnuðum titlinum 2006.

Keflavík byrjaði leikinn af krafti og náði fljótlega forustunni sem þeir létu aldrei af hendi.  Staðan eftir fyrsta leikhluta 17-30.
BA virkaði mjög frískur. Í öðrum leikhluta var baráttan mikil og lítið skorað. Vörnin var mjög góð og
strákarnir að rífa niður mikið að fráköstum og voru sérstaklega sprækir í sóknarfráköstum. Staðan í hálfleik 44-34.

Heimamenn sóttu hart að okkur í seinnihálfleik og var Darrell Flake þeirra öflugastur. Munurinn fór
minnst niður í 1. stig, 72-73 en þá settu okkar menn aftur í fluggírinn og kláruðu leikinn.
Þeir sýndu mikla yfirburði á lokakaflanum og unnu hann 3-12.

BA fór á kostum í leiknum og var stigahæstur með 34. stig og var með 7/9 í þriggja.
Tommy kom næstur með 16. stig og var að þessu sinni að nýta skot sín vel. 
Susnjara skoraði 9 stig, Gunnar 7. stig 2/2 í þriggja, Maggi 6.stig, Siggi 5.stig og Arnar 4.stig

Tölfræði

Staðan í deildinni

1. Keflavík    34
2. KR           32
3. Grindavík  30
4. Njarðvík   26
5. Snæfell      26
6. Skallagrímur 20
7. ÍR 18
8. Þór 18
9. Tindastóll 16
10 Stjarnan 16
11. Hamar 8
12 Fjölnir 8

Loka umferðin

Þri. 18.mar.2008 19.15 Ásgarður Stjarnan - Tindastóll
Þri. 18.mar.2008 19.15 DHL-Höllin KR - Skallagrímur
Þri. 18.mar.2008 19.15 Keflavík Keflavík - Fjölnir
Þri. 18.mar.2008 19.15 Njarðvík UMFN - Grindavík
Þri. 18.mar.2008 19.15 Síðuskóli Þór Ak. - Snæfell
Þri. 18.mar.2008 19.15 Seljaskóli ÍR - Hamar