Deildarmeistarar eftir sigur á Skallagrím
Keflavík varð í kvöld deildarmeistari eftir frækin sigur á
Skallagrím í Borgarnesi, 76-84. Deildarbikarinn verður afhenntur í
Toyotahöllinni í síðasta deildarleik vetrarins gegn
Fjölni á þriðjudagskvöldið. Á þann leik þurfa stuðningsmenn að
fjölmenna og fagna með strákunum í lokslok.
Þó við séum búnir að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn
þá er mikil spenna á öðrum vígstöðum í deildinni.
Eins og staðan er fyrir lokaumferðina þá er
líklegast að við mætum Þór í 8. liða úrslitum.
Mynd þegar við fögnuðum titlinum 2006.
Keflavík byrjaði leikinn af krafti og náði fljótlega forustunni sem þeir létu aldrei af hendi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 17-30.
BA virkaði mjög frískur. Í öðrum leikhluta var baráttan mikil og lítið skorað. Vörnin var mjög góð og
strákarnir að rífa niður mikið að fráköstum og voru sérstaklega sprækir í sóknarfráköstum. Staðan í hálfleik 44-34.
Heimamenn sóttu hart að okkur í seinnihálfleik og var Darrell Flake þeirra öflugastur. Munurinn fór
minnst niður í 1. stig, 72-73 en þá settu okkar menn aftur í fluggírinn og kláruðu leikinn.
Þeir sýndu mikla yfirburði á lokakaflanum og unnu hann 3-12.
BA fór á kostum í leiknum og var stigahæstur með 34. stig og var með 7/9 í þriggja.
Tommy kom næstur með 16. stig og var að þessu sinni að nýta skot sín vel.
Susnjara skoraði 9 stig, Gunnar 7. stig 2/2 í þriggja, Maggi 6.stig, Siggi 5.stig og Arnar 4.stig
Staðan í deildinni
1. | Keflavík | 34 |
2. | KR | 32 |
3. | Grindavík | 30 |
4. | Njarðvík | 26 |
5. | Snæfell | 26 |
6. | Skallagrímur | 20 |
7. | ÍR | 18 |
8. | Þór | 18 |
9. | Tindastóll | 16 |
10 | Stjarnan | 16 |
11. | Hamar | 8 |
12 | Fjölnir | 8 |
Loka umferðin
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | Ásgarður | Stjarnan - Tindastóll | ||
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | DHL-Höllin | KR - Skallagrímur | ||
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | Keflavík | Keflavík - Fjölnir | ||
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | Njarðvík | UMFN - Grindavík | ||
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | Síðuskóli | Þór Ak. - Snæfell | ||
Þri. 18.mar.2008 | 19.15 | Seljaskóli | ÍR - Hamar |