Deildarmeistarar í kvöld?
Keflavík mætir KR í DHLhöllinni í kvöld og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn og um leið heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Stelpurnar eru búnar að eiga gott tímabil og hafa verið á toppnum nánast í allan vetur. Leikurinn hefst kl. 20:00 en Keflavík má tapa leiknum með þriggja stiga mun þar sem liðið hefur þrjú stig á KR í innbyrðisviðureignum.
Ekkert annað en sigur kemur þó til greina og hvetjum við alla stuðningsmenn okkar að fjölmenna og hjálpa til við að landa bikarnum. Áfram Keflavík.
Staðan í Iceland Express deildinni