Fréttir

Körfubolti | 24. september 2021

Deildinni vantar aðstoð í dag

Kæru Keflavíkingar
Í dag er stór dagur í fjáröflun fyrir okkar ástkæru deild en stefnan er tekin á að keyra 90 bifreiðar frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Þetta er liður í verkefni sem okkur bauðst hjá Bílaleigu Akureyrar.
Fyrsta ferð verður farin kl. 14:00 – 30 bílar
Önnur ferð verður farin kl. 16:00 – 30 bílar
Þriðja ferð verður farin kl. 18:00 – 30 bílar
Við erum með rútu fyrir 30 manns sem mun ferja mannskapinn tilbaka í Keflavík. Áætlað að hver ferð taki ekki meira en 2 klst.
Leikmenn úr elstu flokkum liðsins ásamt þó nokkrum Sönnum Keflvíkingum hafa nú þegar farið nokkrar ferðir en við biðlum til ykkar kæru stuðningsmenn að aðstoða okkur við þetta verkefni.
Ef þú/þið hafið tök á því að taka 1 eða 2 eða jafnvel allar ferðirnar þá má gjarnan hringja í Gullu í síma 777-9922.
Með fyrirfram þökkum
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur