Derrick Allen til skoðunar hjá Keflavík
Körfuboltahringekjan er farin að snúast á fullu og nú styttist óðum í að fjörið hefjist. Þeir Falur og Guðjón hafa í mörgu að snúast og brátt færist þeim liðsauki þegar Nick Bradford kemur til landsins.
En auk hans hefur Derrick Allen frá Mississippi (Ole Miss) verið undir smásjánni hjá Keflavík.
Strákurinn sá er ungur að árum, aðeins 23ja ára, en stór og stæðilegur kraftframherji / miðjherji sem útskrifaðist úr háskóla s.l. vor. Derrick er 203 cm (6 fet 8) á hæð og um 108 kg (238 pund). Ole Miss leikur í sterkustu háskóladeildinni, SEC, og þar hefur Derrick staðið sig með sóma undanfarin ár. Tölur hans í fyrra voru þessar (meðaltöl):
- Leiknar mínútur: 23
- Stig: 8,2
- Fráköst: 4,9 - tók langflest sóknarfráköst allra í liðinu
- Vítanýting: 73%
- Skotnýting: 50%
- Varin skot: 9 (0,4 að meðaltali)
Eins og áður hefur komið fram verður mikilvægt fyrir Keflavík að hafa á að skipa sterkum leikmönnum í Evrópukeppninni í vetur, enda verður álagið mikið. Því er verið að skoða möguleikann á að fá Derrick til liðsins og ættu þau mál að skýrast á næstu dögum.