Dnipro áfram eftir sigur á Mavpy
Mótherja okkar Dnipro frá borginni Dnepropetrovsk í Úkraínu komust áfram í fiba ChallangeCup eftir að hafa sigrað Cherkaski Mavpy í seinni leik liðanna. Dnipro sigraði því samanlagt 175-169 og mætir Keravnos frá Kýpur í undanúrslitum. Dnipro byrjaði leikinn af miklum krafti og náði 8. stiga forustu í fyrsta leikhluta, en Mavpy átti góðan kafla fyrir leikhlé og komst yfir í leiknum 38-40. Heimamenn gerðu svo út um leikinn í 3. leikhluta sem þeir sigruðu með 10 stigum. Stigahæstur var Koval með 20 stig, en hinn magnaði Líthái Donatas Zavackas sem skoraði 30 stig gegn okkur í Úkraínu, kom næstur með 17 stig. Þess má geta að Mavpy kemur einnig frá Úkraínu en þeir voru mótherjar Njarðvíkur í keppninni.
Heimavöllur Dnipro er sennilega sá stærsti sem Keflvíkingar hafa leikið á sínum ferli í Evrópukeppninni en húsið tekur um 5000 manns í sæti enda veitir ekki af því íbúar borgarinnar telja alls mum 2. milljónir. Strákarnir stóðu sig þó með mikilli prýði því þeir töpuðu leiknum '' aðeins'' með 15 stigum úti ( 93-78 ) og voru óheppnir að ná ekki sigri í Sláturhúsinu en þeir töpuðu aðeins með 1. stigi (96-97) eins og allir muna.
Mlekarna Kunin sem einnig voru með okkur í riðli féllu hinsvegar út fyrir Samara samanlagt 165-133. Samara voru einnig með Njarðvíkingum í riðli.
Undanúrslit fara fram 1. mars.

Keflavíkingar í leiknum gegn Dnipro í Úkraínu.