Döpur hittni varð okkar að falli í Borgarnesi
Skallagrímur náði að jafna metin í Borgarnesi í kvöld 1-1. Léleg hittni var okkur að falli að þessu sinni og sennilega lélegasta hittni liðsins í vetur. Skallagrímur byrjaði leikinn betur og náðu fljótlegs forustu sem þeim tóks að halda út leikinn. Lokatölur 94-76
Hús þeirra Borgnesingar var þétt settið og voru stuðningsmenn Keflavíkur vel með á nótunum. Stuðningsmenn Skalagríms eyddu miklu púðri í að búa á leikmenn okkar og fengu nokkrir þeirra það óþvegið. Skalagrímsmenn treysta mikið á þriggja stiga skot og hittni þeirra var með besti móti í þessum leik. Forustu heimamanna eftir 1. leikhluta 9 stig, 24-15. Stigahæstir okkar manna voru Arnar og Gunni E. Með 4 stig
Í öðrum leikhluta var hittni okkar betri enda hræðileg í þeim fyrsta. AJ var samt oft á tíðum að gera of erfiða hluti og fékk lítið frá dómurum leiksins. 9 stig frá honum er ekki mikið í einum hálfleik en hann var þó stigahæstur ásamt Magga. Staðan í hálfleik 53-41 og stuðningsmenn Keflavíkur sæmilega bjartsýnir fyrir seinni hálfleikinn.
Keflavík náði að minnka munnin niður í 11 stig þegar um 5 mín. voru eftir af leiknum en slæm mistök í nokkrum sóknum í röð varð til þess að forskot heimamanna jókst á ný.
Fáir leikmenn áttu góðan dag en helst ber að nefna að AJ, Maggi og Arnar hafi staðið fyrir sínu. AJ fékk þó sína 3 villur strax í fyrri hálfleik. Sverrir Þór lék ekki með liðinu vegna veikinda og munaði mikið um hann í vörninni. Stóru mennirnir okkar áttu dapran dag sóknarlega og skotin hjá Vlad og Dóra voru ekki að detta og Jonni náði ekki að fylgja eftir góðum leik á laugardaginn og hefði mátt keyra meira að körfunni.
Skallagrímsmenn eiga hrós skilið enda að spila vel og sérstaklega átti Axel Kárason góðan leik, sennilega sinn besta í vetur.
Næsti leikur er á fimmtudaginn í Sláturhúsinu í Keflavík og þá viljum sjá stuðningsmenn okkar fylla húsið og hvetja liðið áfram.
Tölfræði leiksins.
Ufjöllun um leikinn á skallagrimur.is
Hart tekið á AJ í gær