Douse til Keflavíkur
Karlaliðið hefur nú styrkt leikmanna hópinn sinn, en rétt í þessu var nýr leikmaður að koma til landsins sem ætlað er að fylla í skarðið sem Steve G skildi eftir sig. Kris Douse hefur samið við Keflavík og mun hann væntanlega spila sinn fyrsta leik á morgun gegn Tindastól í Iceland Expressdeildinni á Króknum. Douse er fæddur 1986 og kemur úr Point Park háskólanum, 198cm á hæð og spilar stöðu framherja. Sterkur og kraftmikill leikmaður og á eflaust eftir að láta heyra í sér inná vellinum. Með Kanadískt og Breskt vegabréf.
Douse var að spila með Mersey Tigers frá Liverpool á þessu tímabili en í því liði spilar einnig gamalkunnur leikmaður Keflavíkur Calvin Davis sem spilaði á árunum 2000-1 í kringum 50 leiki með Keflavík. Við bjóðum Kris Douse velkominn til Keflavíkur.