Fréttir

Karfa: Karlar | 4. nóvember 2011

Dramtískur ósigur gegn KR

Stórleikur gærkvöldsins var háður í DHL höllinni þegar Keflvíkingar sóttu KR-inga heim. Bæði lið voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en þau höfðu bæði unnið 3 og tapað 1. Svo fór að KR-ingar höfðu sigur eftir mjög svo dramatískar lokasekúndur, en leikurinn endaði 74-73 fyrir KR.

Leikurinn byrjaði frekar þungur en KR-ingar leiddu fyrri hluta 1. leikhluta. Góð innkoma hjá Sigurði Gunnarssyni gerði þó gæfumun, en hann setti 7 stig niður á skömmum tíma og minnkaði muninn í eitt stig. Í öðrum leikhluta voru bæði lið í basli með að koma boltanum niður netið, en Keflavíkurseiglan datt þó inn og sneru þeir leiknum sér í hag. Þeir fóru með forystu í hálfleik 34-35.

Seinni hálfleikur byrjaði kröftuglega hjá Keflavík þar sem Maggi Gunn setti niður tvo þrista á skömmum tíma og jók forystuna í 7 stig. Við tók 10-0 áhlaup hjá KR og náðu þeir að komast yfir 44-41. Við gók góð rispa hjá Keflavík þar sem þeir skoruðu 17 stig gegn 5 hjá KR og leiddu Keflvíkinga fyrir síðasta leikhlutann 62-53. Eflaust vilja margir gleyma 4. leikhluta, en það tók Keflavík tæpar 5 mínútur að skora stig! Á meðan höfðu KR-inga hægt og bítandi sett niður 11 stig. Við tóku síðustu 5 mínútur leiksins sem voru óttalegt hnoð á báða bóga. Keflvíkingar náðu að saxa forskot KR-inga niður í 1 stig þegar rúmar 20 sekúndur lifðu leiks. KR-ingar tóku innkast og David Tairu lokaðist af við endalínuna með boltann og reyndi að biðja um leikhlé meðan klukkan tifaði, sem tíðkast jú ekki á Íslandi. Charles Parker reif í boltann og uppskar uppkast og Keflvíkingar áttu boltann. Jarrod Cole fékk boltann inni í teig og reyndi stökkskot sem geigaði, en þá tók Charles Parker frákast og klúðraði einnig skoti undir körfunni. Boltinn endaði svo hjá Steven Gerard sem var greinilega ekki meðvitaðuru um tímann, en hann tók boltann út fyrir teig og náði ekki einu sinni skoti áður en leiktíminn rann út. Gríðarleg vonbrigði og lánleysi fyrir Keflvíkinga.

Í stað þess að skjóta sér upp í annað sætið, datt Keflavík niður í 6. sæti. Lítið við því að gera og í stað mikilvægt að einblína á næsta leik!

 

Stigaskor leiksins:

 

KR: David Tairu 21/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 12/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Edward Lee Horton Jr. 8/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Martin Hermannsson 5, Ólafur Már Ægisson 3, Kristófer Acox 0, Skarphéðinn Freyr Ingason 0, Björn Kristjánsson 0, Páll Fannar Helgason 0.

 

Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 20, Charles Michael Parker 15/4 fráköst, Jarryd Cole 13/8 fráköst, Steven Gerard Dagustino 9/5 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/7 fráköst, Valur Orri Valsson 3, Gunnar H. Stefánsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0.

 

 


Charles Parker skoraði 15 stig gær (mynd: karfan.is)