Dregið í bikar beint á RUV á morgun
Það verður dregið hjá bæði körlum og konum á morgun í beinni útsendingu á RÚV en það verður í íþróttakvöldi sem hefst klukkan 22:25.
Hjá körlum eru Keflavík, ÍR, Hamar/Selfoss og Grindavík komin í undanúrslit og hjá konum eru Keflavík, Haukar, Grindavík og Hamar í undanúrslitum.
Laugardaginn 13.janúar verða árlegir stjörnuleikir KKÍ og verða þeir í DHL höllinni í Vesturbænum. Kvennaleikur verður klukkan 14:00 og karlaleikur klukkan 16:00. Þriggja stiga skotkeppnir verða á sínum stað og vonandi næst að manna troðslukeppni hjá körlunum.
Næsti leikur í deildinni er á fimmtudaginn 18. janúar gegn KR í DHL höllinni og hvetjum við stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.
Okkar maður AJ var valinn bestur í fyrra.