Drengjaflokkur hóf nýja árið með sigri
Drengjaflokkur hóf fyrstur flokka leiktíðina eftir áramót í gær, þriðjudag, þegar þeir sóttu Grindvíkinga heim í A-riðli.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og bar þess merki að leikmenn væru ekki alveg búnir að hrista af sér steikurnar eftir gott jólafrí. Keflavík var þó alltaf skrefi á undan og náðu drengirnir góðu forskoti í fyrri hálfleik, 36-23.
Okkar menn byrjuðu síðari halfleikinn af krafti og í byrjun 3ja leikhluta höfðu þeir náð 19 stiga forskoti, 46-27. Eftir þessa góðu byrjun náði eitthvert kæruleysi yfirhöndinni og Grindvíkingar náðu að minnka munin niður í 7 stig fyrir lok 3ja leikhluta, 52-45. Keflvíkingar mættu hins vegar klárir í byrjun 4ja leikhluta, gerðu 11 stig í röð og lönduðu öruggum sigri 67-53.
Hafliði Már lék vel og var með 21 stig (þ.a. 5 þrista) og Sævar Eyjólfs var einnig mjög öflugur með 17 stig. Andri Þór setti 11 stig og reif niður fjölmörg fráköst, Kristján T. setti 5 stig, Atli Már 5 stig, Siggi Viggi (ný lentur frá USA) 4 stig, Andri Dan 2 stig og Ragnar Gerald 2 stig.
Næsti leikur Drengjaflokks verður þriðjudaginn 11. jan. kl. 19.30 þegar Valsmenn mæta í Toyota höllina.