Drengjaflokkur í Bikarúrslitaleikinn gefn FSU
Í kvöld lauk 4 liða útslitum í bikarkeppni drengjaflokks með leik KR og Keflavíkur í DHL höllinni. Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð öruggan sigur 85-102 eftir að hafa leitt á hálfleik 42-53. Strákarnir mættu gríðalega ákveðnir til leiks og ætluðu sér greinilega að komast í bikarúrslitaleikinn gegn FSU. Glæsilegt strákar.
Stigaskor:
Þröstur 32, Sigurður 23, Elvar 19, Axel 12, Páll 6, Magni 4, Bjarni 2, Guðmundur 2 og Sigfús 2.