Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 22. febrúar 2011

Drengjaflokkur í góðri stöðu með 2. sætið í A-riðli

S.l. sunnudag fékk Drengjaflokkur Keflavíkur lið Tindastóls í heimsókn í Toyota höllina en þessi lið leika í A-riðli Íslandsmótsins.

 

Keflavík byrjaði leikinn að krafti og komst fljótlega í 15-5. Allir leikmenn voru mættir og virtust virkilega einbeittir þrátt fyrir að leikið væri snemma dags. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-18 og mikill hraði í leiknum. Keflvíkingar byrjuðu 2. leikhluta eitthvað rólega og hleyptu gestunum frá Sauðárkróki inn í leikinn strax í byrjum leikhlutans 31-31. Tók Einar þá leikhlé, las aðeins yfir sínum mönnum og breyttu þeir í kjölfarið stöðunni í 41-31 fyrir lok leikhlutans. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrsti, með miklum látum og flottum sóknarleik okkar drengja. Einnig fór Keflavík í svæðisvörn sem virtist eitthvað fara illa í gestina sem hentu boltanum frá sér í gríð og erg. Strákarnir okkar nýttu sér þetta og komust í þægilega forustu 65-48 fyrir lok 3. leikhluta. Fjórði og síðasti leikhlutinn var spilaður af öryggi og festu og fengu allir leikmenn að spreyta sig. Flottur sigur á annars ágætu liði Tindastóls en lokatölur urðu 85-66.

 

Sævar Freyr átti stórleik með 26 stig og reif drengurinn niður fullt af fráköstum og átti fjöldann allann af stoðsendingum svona til að toppa daginn.

Andri Dan skoraði 10 stig og var með nokkur trölla-blokk

Kristján Tomm skoraði 13 stig og átti eyja-peyjinn flottann leik.

Andri Þór (Þyrnirós) skoraði 9 stig, óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og var duglegur í vörninni. 

Siggi Viggi skoraði 9 stig og kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og stjórnaði af röggsemi.

Atli Már skorði 7 stig og kom sterkur af bekknum og skoraði mikilvægar körfur.

Ragnar Gerald skorði 6 stig og stjóraði leiknum mjög vel.

Hafliði skoraði aðeins 3 stig en átti samt flottann leik bæði í sókn og vörn.

Aron Freyr skorði 2 stig og átti flotta innkomu - átti einnig glæsilega sendingu á Andra Dan sem hefði átt að troða eftir svona flott spil :)

Gísli Steinar og Aron Ingi spiluðu einnig en komust ekki á blað, áttu þeir báðir fína innkomu.

 

Síðustu úrsit drengjaflokks sem hefur leikið nokkuð þétt undanfarið:

Þór Ak - Keflavík  75-101

Njarðvík - Keflavík 90-66

 

Keflavík hefur nú leikið 13 af 14 leikjum sínum í A-riðli Íslandsmótsins og situr í öðru sæti riðilsins á eftir geysisterku og ósigruðu liði Njarðvíkinga.  Keflavík hefur unnið 9 af þessum 13 leikjum en síðasti leikur drengjanna verður á heimavelli gegn liði Fsu þann 15. mars n.k. en þeir piltar sitja einmitt í þriðja sæti riðilsins með 12 stig eftir 9 leiki og því ekki ólíklegt að sá leikur verði úrslitaleikur riðilsins um annað sætið.  Lið Tindastóls situr síðan í fjórða sæti riðilsins með 12 stig eftir 13 leiki, en fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast í 8 liða úrslitakeppni.