Drengjaflokkur í góðum gír
Smá fréttir af drengjaflokki. Þeir eru komnir í undanúrslit í bikarkeppninni og taplausir í deildinni með 10 sigurleiki. Byrjuðu nýja árið á að vinna Hamar/Þór Þ í 16 liða úrslitum bikars í Hveragerði 86-78 í hörkuleik þar sem Valur Orri fór á kostum og var með 30 stig og fjöldan allan af stoðsendingum. Síðan fylgdu 2 stórir sigrar í deildinni í kjölfarið, fyrst stórsigur á lið Ármanns 142-57 svo góður útisigur á liði Snæfells 96-67. Í gærkvöldi léku þeir í 8 liða úrsltum bikarkeppninnar við lið Hauka og unnu stórsigur 122-44. Leikurinn var einstefna frá upphafi til enda og lítið annað hægt að segja um þann leik.
Stigaskorið í bikarleiknum við Hauka;
Andri Daníelsson 20 stig
Sævar Freyr Eyjólfsson 20 stig
Hafliði Már Brynjarsson 15 stig
Andri Þór Skúlason 13 stig
Andri Daníelsson í sniðskoti
Mynd/ Eyþór Sæmundsson - www.vf.is