Drengjaflokkur tryggði sér 2. sætið í A-riðli
Drengjaflokkur lék í gær sinn síðasta leik í A-riðli gegn liði FSu í Toyota höllinni. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þurfti Keflavík að vinna leikinn með 11 stigum eða meira til að tryggja sér sætið.
Leikurinn byrjaði af krafti þar sem ekkert var gefið eftir. Keflavík náði snemma forustunni þar sem allir leikmenn voru að spila hörku varnarleik og hleyptu FSu drengjunum ekkert áleiðis.
Í öðrun leikhluta kom frábær leikkafli hjá okkar strákum þar sem þeir skoruðu 13 stig í röð og breyttu stöðunni úr 26-19 í 39-19. Eftir þennann frábæra kafla kom eiginlega eini lélegi kafli okkar drengja í leiknum þar sem FSu strákar náðu að setja 13 stig í röð og söxuðu hressilega á forskot Keflavíkinga.
Staðan í leikhléi var 41-32, Keflavík í vil.
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, með grimmum varnarleik og öguðum sóknarleik þar sem Keflvíkingar náðu snemma 20 stiga forustu sem þeir heldu nánast fram á síðustu mínútu, en þá náði FSu að klóra aðeins í bakkann, en ekki nægjanlega sem betur fer.......og 84-72 sigur hjá okkar strákum var staðreynd.
Það var alveg sama hver kom inná hjá okkar drengjum því allir voru 100% einbeittir að verkefninu, varnar- sem sóknarlega.
Annað sætið í riðlinum tryggt og strákarnir töpuðu aðeins 1 leik eftir áramót - glæsilegur árangur.
Strákarnir munu mæta því liði sem hafnar í 3. sæti B-riðils í 8-liða úrslitum og eins og staðan þar er núna á lokasprettinum er líklegast að það verði lið Hauka.
Stigaskor Keflvíkinga
Siggi Viggi 19 stig
Kristján 15 stig
Sævar 14 stig
Andri Þór 10 stig
Aron Freyr 6 stig
Atli Már 6 stig
Andri Dan 6 stig
Hafliði 5 stig
Gísli Steinar 3 stig