Fréttir

Karfa: Karlar | 1. apríl 2011

Ég trúi! - KR 2 - Keflavík 1

Keflvíkingar sýndu ótrúlega seiglu þegar þeir lögðu KR-inga á þeirra eigin heimavelli í kvöld eftir framlengdan leik, en lokatölur leiksins voru 135-139. Keflvíkingar höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og það var ekki fyrr en á lokamínútunni að KR-ingum tókst með ótrúlegum hætti að jafna leikinn þegar 2 sekúndur voru eftir, en Brynjar Björnsson setti magnaðan þrist. Keflvíkingar reyndust þó sterkari í framlengingunni og lönduðu góðum sigri 135-139.

Andrija Ciric fór hamförum og skoraði 42 stig í kvöld.

Stigaskor kvöldsins:

KR: Marcus  Walker 29/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 28/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 14/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/15 fráköst/17 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Ólafur Már Ægisson 3, Ágúst  Angantýsson 2.
Keflavík: Andrija Ciric 42/6 fráköst, Thomas Sanders 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 4.

Því verður barist til blóðs í Toyota Höllinni á næstkomandi mánudag kl. 19:15. Enginn Keflvíkingur má missa af þeirri skemmtun!

Svo er einnig mæting í úrslitaeinvígi kvenna á morgun í Toyota Höllinni kl. 16:00. Keflavík - Njarðvík, í fyrsta sinn í sögu kvennaboltans í úrslitum.

Áfram Keflavík!