Ein kæran í viðbót?
Atvik sem átti sér stað í leiknum í gær þar sem Guðmundur Jónsson slær Sverri Þór í andlitið náðist á myndband og á vf.is er hægt að skoða video af atvikinu. Atvikið fór fram hjá dómurum leiksins. Þó vissulega virðist vera um ásetning að ræða, enda boltinn ekki nálægt ákvað stjórn kkdk Keflavíkur að kæra ekki atvikið enda telur hún nóg komið af kærum upp á síðkastið. Dómstóll KKI hefur tekið hart á svipuðum málum sem hafa borist til þeirra. Hér er hægt að skoða atvikið.