Einar Einarsson verður aðstoðarþjálfari Keflavíkur í vetur
Einar Einarsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla og verður því við hlið Sigurðar Ingimundarsson í vetur. Einar spilaði með Keflavík 1987-1990, 1992-1993 og 1994-1995 en einnig spilaði hann með ÍA og Tindastól á sínum ferli. Einar hefur verið iðinn við þjálfun yngri flokka síðustu ár og er núverandi þjálfari 6 og 7 flokks stúlkna og 2 og 3 flokks stráka.
Einar kemur því með talsverða reynslu inní þjálfun Keflavíkurliðsins og óskar stjórn KKDK honum velferðar í starfi.
Einar var á bekknum með Sigurði í fyrsta leik sínum í kvöld þegar Valsmenn mættu í heimsókn. Keflavík sigraði leikinn örugglega og voru komnir með 26 stiga forustu í hálfleik en lokatölur er heimasíðan ekki með á hreinu. Nokkuð skemmtileg tilþrif sáust í leiknum og stendur upp úr svakaleg troðsla B.A Walkers en hann flaug svaklega áður en hann negldi boltanum í körfuna.
Munið svo að fyrsti leikur vetrarins er enginn smá leikur því von er á Grindvíkingum í heimsókn á föstudaginn kl. 19.15