Einn sá mikilvægasti frá upphafi á fimmtudag þegar Madeira kemur í heimsókn
Keflavík spilar mjög mikilvægan leik á fimmtudaginn kemur, þegar CAB Madeira kemur í heimsókn. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum EuroCup Challange. Keflavík og Madeira hafa mæst áður og bæði skiptin í riðlakeppninni árið 2003 og 2004. Í fyrra var leikurinn í Keflavík frábær skemmtun og mikill stiga leikur 114-101 en leikurinn fór fram 10 nóv. Í margra augum var þetta einn sá besti sem sást það árið í Sláturhúsinu. Hér_má_lesa_okkar_umfjöllun_um_þann_leik. Seinni leikur á milli liðanna fer svo fram á eyjunni Madeira 15. des. Keflavík spilaði einmitt við Madeira þar 9. des í fyrra og má því segja að það sé orðin hefð að skreppa þangað fyrir jólin og spila einn leik. Keflavík tapaði leiknum í fyrra með 10 stigum 92-82. Það er því mjög mikilvægt að ná fram hagstæðum úrslitum í leiknum á fimmtudag.
Lið Madeira er talsvert breytt frá því í fyrra. Kanarnir Boddy Joe og MC Cotty leika ekki lengur með liðinu en í staðinn hafa bæst við nokkrir leikmenn. Liðið er með tvo kana þá Dametri Hill og Kenneth Younger báðir yfir 200 cm. Hill er með rúm 21 stig að meðaltali og 4,5 fráköst í leik og Younger 23 stig og 9 fráköst. Aðrir nýjir leikmenn eru Filipe da Silva frá Portugal ( 7,3 stig ), Walter Jeklin frá Slóveníu (13,5 stig), Andrejs Jansons frá Lettlandi ( 5 stig ), Arvydas Straupis frá Lithaen 8,8 stig.
Liðin_borin_saman_og_sagan_skoðuð.
Lið CAB Madeira eins og það er í dag.
4 |
08/01/74 |
2,01 |
Framherji | |
5 |
21/10/77 |
2,03 |
Framherji | |
6 |
20/07/76 |
1,95 |
Bakvöður | |
7 |
28/03/82 |
1,82 |
Bakvöður | |
8 |
30/11/79 |
1,90 |
Bakvöður | |
9 |
27/09/69 |
1,86 |
Leikst./bakv. | |
10 |
22/01/80 |
1,89 |
Bakvörður | |
11 |
06/08/86 |
2,03 |
Sen./framh. | |
12 |
25/11/76 |
2,07 |
Senter | |
13 |
19/08/80 |
2,02 |
Sen/framh. | |
14 |
26/06/75 |
2,01 |
Framherji | |
15 |
25/04/82 |
1,76 |
Leikst./bakv. |
Keflavík hefur öll þrjú skiptin sem það hefur tekið þátt komist áfram upp úr riðlakeppninni sem er frábær árangur. Þetta árið er von okkar að komast en lengra. Það vitum við að er hægt en þá verður allt að ganga upp eins og það gerði í síðasta Evrópuleik á móti Riga. Þar spilaði liðið allt frábærlega og áhorfendur mætu og studdu vel við bakið á liðinu. Trommusveitin okkar er þegar farin að huga að leiknum og má búast við að allt verði vitlaust á fimmtudaginn kemur.
Samkvæmt könnun heimasíðunar þar sem tæplega 200 manns tóku þátt, þá hafa 72 % þeirra trú á að liðið nái að slá út Madeira.
Ekki sitja heima á fimmtudag. Taktu þátt í að skrifa körfuboltasöguna á Íslandi og mættu í húsið og hjálpaðu liðinu að ná fram markmiðum sínum. Áfram Keflavík.
Maggi var með flotta klippingu í síðasta leik á móti Madeira.
Hann skoraði 24 stig í síðast leik og var með 4 þrista.
Hvernig verður hárið á Magga í leiknum á fimmtudag?