Eitt gull og eitt silfur í bikarnum í dag
Keflvíkingar áttu tvö lið í úrslitum bikarkeppni yngri flokka í dag en lokaúrslitin eru leikin í Vodafone höllinni þessa helgina í umsjón Valsmanna.
Fyrsti leikur dagsins var í 9. flokki drengja þar sem lið Keflavíkur mætti sterku liði Grindvíkinga sem hafa verið ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldursflokki. Þrátt fyrir vasklega framgöngu okkar pilta þurftu þeir að játa sig sigraða 60-54 í leik þar sem Grindvíkingar leiddu, en okkar drengir gáfust aldrei upp og vantaði aðeins herslumun til að snúa þessu sér í vil. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð má sjá að liðin eru nánast á pari í öllum mældum þáttum leiksins, heilt yfir.
Lesa má umfjöllun um leikinn á karfan.is með því að smella hér.
Seinni leikur dagsins var í 10. flokki stúlkna þar sem Keflvíkingar mættu sömu andstæðingum, Grindavík. Skemmst er frá því að segja að Keflavíkurstúlkur unnu frekar átakalausan sigur, 59-42 þar sem allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig.
Lesa má umfjöllun um leikinn á karfan.is með því að smella hér.
TIL HAMINGJU MEÐ TITILINN STELPUR OG STRÁKAR ÞIÐ STÓÐUÐ YKKUR LÍKA VEL :)
Á morgun, sunnudag, leika Keflavíkurstúlkur í 9. flokki til úrslita gegn Njarðvík og hefst leikurinn kl.10.30.