Ekkert fær stöðvað stelpurnar í minniboltanum
Stelpurnar í minnibolta 11. ára léku í þriðju umferð Íslandsmótsins á Flúðum, helgina 12-13 febrúar. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar héldu uppteknum hætti um helgina og sýndu áframhaldandi framfarir þar sem grimmur og agaður varnarleikur var í fyrirrúmi sem skilaði þeim síðan fjölmörgum hraðaupphlaupum.
Stelpurnar unnu alla leiki sína mjög örugglega og voru sér og sínum til sóma innan vallar sem utan. Þær eru nú ósigraðar í vetur og hafa unnið sér inn heimavallarréttinn í síðustu umferð tímabilsins sem leikin verður helgina 26.-27. mars. Þar verður það lið Íslandsmeistari sem vinnur þá umferð, en þetta er yngsti árgangurinn sem keppir um þann stóra titil.
Úrslit leikja hjá Keflavík um helgina:
Keflavík – KR 60 – 10
Keflavík - Ármann 39 – 13
Keflavík – Grindavík 79 – 9
Keflavík – Hrunamenn 70 – 19
Stigaskor leikmanna:
Katla 61
Elsa 41
Þóranna 35
Birta 28
Þóra 27
Birna 12
Kamilla 12
Nína 9
Sara Dís 7
Andrea 7
Guðrún 5
Hanna 4
Berglind 0
Nánar má lesa um Flúðarferðina fræknu á bloggsíðu flokksins með því að klikka hér.