Fréttir

Karfa: Konur | 15. febrúar 2009

Ekki dagur Keflavíkur í bikarúrslitum

Keflavík tapaði í dag fyrir KR í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll.  Stelpurnar komu alls ekki tilbúnar í verkefni dagsins og byrjuðu leikinn seint. 16. stiga sigur KR því staðreynd, 76-60 og óskum við þeim til hamingju með titilinn.

Svava Ósk byrjaði leikinn með þriggja stiga körfu en það liðu 5. mín. þegar næstu stig komu frá Keflavík.  Á meðan var vörn liðsins hræðileg og KR stelpur fengu margar auðveldar körfur. Í stöðunni18-3 vöknuðu stelpurnar og fóru að berjast um hvern bolta og náðu að laga stöðuna 12-20 með þrem stigum frá Bryndísi..  Þá komu 5. auðveld stig frá KR-stelpum en Birna lagaði stöðuna aftur með fyrstu stigum sínum í leiknum. Keflavík pressaði vel síðust mín. af leikhlutanum sem virkaði vel.  Staðan eftir fyrsta leikhlutann 17-25

KR skoraði fyrstu stigin en Svava svaraði með þristi. Erfiðlega gekk að ná forustunni niður fyrir 10.stigin  og sóknin ekki að virka vel. Stelpurnar misstu svo aftur áhugan á leiknum og KR komst í 35-21. Talsvert vantaði upp á liðið væri að spila saman sem lið og flest skotin þvinguð.   Á tímabili virtist KR stelpur ætla stinga af og forusta þeirra orðin 15. stig aðeins 4. leikmenn Keflavíkur komnir á blað.  Góður kafli  koms svo undir lok leikhlutans staðan í hálfleik 32-42

Hálfleiksræðan hjá Jonna þjálfara virtist virka vel því stelpurnar komu mjög ákveðanar til leiks.  Þær náðu með góðri baráttu að minnka forustunni 40-44 og KR stelpur komust lítið áfram gegn góðri vörn Keflavíkur. Bryndís kemur forusunni niður 1. stig og Ingibjörg með góða vörn á Hildi sem hafði verið best KR stelpna.  Birna jafnaði leikinn svo 48-48 með glæsilegum þristi þegar skotklukkan var að renna út. 1. mín. eftir af leikhlutanum. KR skoraði síðustu stig leikhlutans og staðan 48-50 fyrir lokaleikhlutann.  Kara og Hildur komnar með 4. villur og Svava hjá Keflavík.

KR náði 3 stiga forustu en Ingibjörg jafnaði leikinn með þristi,  54-54. Á þessum tíma héldu flestir að Keflavikurliðið væri komið gang og færu að trúa á verkefnið.  En það var því miður ekki og stelpurnar gáfust ótrúlega fljót upp og virtustu vera í fílu!

Stigahæst var Bryndís með 14.stig, Birna og Pálína voru með 11.stig.