Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 4. febrúar 2008

Ekki fer allt eins og í upphafi er áætlað !

7.flokkur drengja (7.bekkur grunnskólans) lék um helgina þriðju umferð Íslandsmótsins og þarf ekki að hafa um það mörg orð að allar áætlanir fyrir mótið brugðust og töpuðust allir leikirnir. Það þýðir að við dettum niður í b-riðil og munum ekki fara í úrslitamótið um það hverjir verða Íslandsmeistarar. Mikið svekkelsi þar sem töluvert býr í þessum hópi drengja þó enn vanti herslumuninn í að verða alvöru lið sem keppir um Íslandsmeistaratitil. Það kemur vonandi með hæðinni, en liðið er mjög lávaxið í dag miðað við hin liiðin, nema kannski Breiðablik.

Liðskipan í mótinu:
Liðið var skipað: Nr.4 Eyþór Guðjónsson, nr.5 Ásgeir Harðarson, nr.6 Ívar Guðlaugsson, nr.7 Aron Freyr Kristjánsson, nr. 8 Aron Ingi Albertsson, nr.9 Tómas Miller, nr.10 Sigurður Bessi Arnarsson, nr.11 Björvgin Kristjánsson, nr.12 Hilmir Guðjónsson, nr.13 Unnar Þór Benediktsson, og nr.15. Logi Bergþór Arnarsson

Úrslit leikja og stigaskor leikmanna:

Keflavík - UMFN      28-42      Vítanýring liðs: 13-3
Ásgeir 1, Ívar 2, Aron F. 2, Tómas 12, Sigurður 5, Björgvin 2, Unnar 2 og Logi 2

Keflavík - Breiðablik      38-54     Vítanýting liðs: 4-2
Ívar 6, Tómas 18, Sigurður 2, Björgvin 6, Unnar 2, og Logi 4

Keflavík - Stjarnan      36-44      Vítanýting liðs: 15-6
Eyþór 2, Ásgeir 7, Ívar 2, Aron F. 9, Aron I. 5, Tómas 2, Sigurður 2, Björgvin 2, Hilmir 5 og Logi 2.

Keflavik - Þór Þórláksh.      27-39      Vítanýting liðs: 16-5
Eyþór 1, Aron I. 1, Tómas 14, Sigurður 1, Björgvin 3, Unnar 5, og Logi 2

Vonandi verða drengirnir duglegir að mæta á æfingar og koma sér sem fyrst upp í A-riðil þar sem þeir vilja vera.

Áfram Keflavík