Ekki öll von úti í Eurocup Challenge
Lappeenranta sigraði í gær BK Riga í Lettlandi með 79-85. BK Riga var með forustu í hálfleik. 48-40, en átti slæman þriðja leikhluta. Þeim leikhluta tapaði liðið með 9 stigum og er því ekki komið áfram. Keflavík á von um að komast áfram upp úr riðlinum, en þá þurfum við að vinna upp 19 stiga forskot þeirra. Stigahæstur hjá Riga var Sandis_Valters með 31 stig, en hann skoraði 25 stig á móti okkur úti. Næstur var Kaspars_Berzins með 15 stig ( 14 á móti okkur ), Rodney_Billups var með 11 stig ( 11 á móti okkur ) og Gatis_Zonbergs skoraði 8 stig en skoraði 18 stig á móti okkur.
Þetta tap Lettanna gerir leikinn á fimmtudaginn kemur óneitanlega skemmtilegri enda þótt vonin okkar um að komast áfram sé veik, er hún svo sannarlega til staðar. Í leiknum í Riga mátti heyra saumnál detta svo mikil var þögnin á leiknum og fólkið sem mætti á leikinn virtist vera í þagnarkeppni. Eina sem heyrðist á leiknum voru hvatningarhróp foráðamanna Keflavíkur og fengum við illt auga fyrir að vera að öskra svona í húsinu. Það er því vonandi að stuðningsmenn Keflavíkur og körfunar almennt fylli sláturhúsið og láti VEL í sér heyra. Með góðum stuðningi er allt hægt eins og við vitum. Og hver veit kannski á þriggja stiga karfan hjá Magga Gunn. sem hann skoraði á lokasekúndu leiksins eftir að skipta máli þegar allt er á botninn hvoflt:)
Mynd úr leiknum við BK Riga