Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 16. mars 2008

En ekki hvað ...

Karlalið Keflavík-b eða "Bergás-skytturnar"  kláraðu tímibilið nú um helgina með góðum sigri á Breiðablik-b inni í Smára. Leikurinn endaði 85 - 104  þar sem staðan í hálfleik var 51 - 53 okkur í vil.
Aðeins 8 leikmenn sáu sér fært að mæta í þennan síðasta leik tímabilsins, en það voru bræðragengin Guðjón og Skúli, Guðbrandur og Matti og Magnús og Birgir. Þeir fengu síðan aðstoð frá bræðralausum Sigga I. og Jóni Kr., en þeir íhuga nú sterklega að ná sínum bæðrum Gísla og Val með sér á æfingar svo þeim líði ekki eins og munaðarleysingjum þegar hópurinn hittist. .

Keflavíkurliðið lék ótrúlega skynsamlega í þessum leik. Stjórnuðu "hraða" leiksins með því byrja hægt og hægja svo verulega á leiknum. Dæla boltanum inn í teig þar sem við vorum bæði hærri og töluvert þyngri en ungu Breiðabliksdregnirnir. Breiðablik átti engin svör við þessari miklu skynsemi og því  var þessum sigri landað á ferkar rólegum nótum. 
Liðið hyggur á stífar æfingar í sumar og stefnir á annað og betra tímabil næsta vetur.  

Hér má sjá stöðu d-riðils í  2.deild sem Keflavík-b tók þátt í: http://www.kki.is/mot/mot_1500002711.htm

Hamingjuóskir frá Keflavik-b til 8.flokks kvenna sem lönduðu Íslandsmeistaratitli í gær laugardag. 15.mars 

Áfram Keflavík