Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 11. september 2010

Enginn sigur í Danmörku ennþá

Karla- og kvennalið Keflavíkur etja kappi við sterkustu lið Norðurlanda um þessar mundir í Danmörku í æfingamóti sem fer fram í Kaupmannahöfn. Bæði lið hafa spilað 2 leiki nú þegar, en enginn sigur í höfn ennþá. Strákarnir kepptu við Sisu í gærkvöldi og töpuðu með 4 stigum í háspennuleik. Stelpurnar töpuðu fyrir liðinu Mark frá Svíþjóð, 94-74.

Í dag spiluðu strákarnir við Borås og töpuðu þeim leik 90-77, en staðan í hálfleik var 45-40. Gunni Einars með 22 stig, Valentino Maxwell 13, Hörður Axel 15 og Siggi Þorsteins 8.

Stelpurnar töpuðu fyrir Sisu 78-55. Jacqueline Adamshick með 20 stig og 14 fráköst. Birna Valgarðs með 12 stig og 4 fráköst. Bryndís Guðmunds með 5 stig og 4 fráköst. Marín 5 stig, Ingibjörg Jakobs 3 stig, Svava 3, Hrund 2 og Rannveig 2.

 

2 leikir fara fram á morgun og vonumst við eftir sigri!

Áfram Keflavík!