Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 20. janúar 2009

Enn eitt tapið

Það er óhætt að segja að nýja árið fari illa af stað hjá drengjaflokki (f.'90--91) hér hjá okkur í Keflavík. Tap í fyrstu leikjunum, með þremur stigum fyrir Tindastól og síðan einu stigi fyrir Borgarnesdrengjum. Nú keyrði um þverbak  á heimavelli í kvöld og lágu drengirnir með þrjátíuogfjögurra stiga mun fyrir lágvöxnum og sprækum Fjölnisdrengjum. Leikurinn endaði 68 - 102. Við gátum lítið en þeir léku af krafti allan leikinn og því fór sem fór. Lítið um þetta að segaj nema að alltaf er jafn hundleiðinlegt að tapa.

Stigaskor okkar manna í kvöld var:

Bjarki 5, Almar 16, Gísli St. 4, Sigurður 3, Guðmundur 15, Kristján 4 og Alfreð 21.
Eðvald náði ekki að skora í leiknum.
Vítanýtingin var 8/16  eða 50% og þristarnir 4 á móti 11 þristum Fjölnisdrengja. En átta leikmenn Fjölnis settu þrist í leiknum.

Liðið og þjálfari hafa einungis  tvo daga til að taka sig saman í andlitinu, því næsti leikur er fimmtudagskvöld kl 20:00 hér heima í bikarnum við KR
Nú er að duga eða dr....

Áfram Keflavík !