Enn í A-riðli
Seinni keppnisdagurinn hjá 8.flokki pilta (8. bekkur grunnskólans) hófst með leik við Hauka kl. 09:00 í morgun, en bæði lið höfðu tapað sínum leikjum fyrri keppnisdaginn. Leikurinn myndi að öllum líkindum skera úr um hvort liðið félli niður í B-riðil. Fyrstu þrjá leikhlutana léku keflavíkurdrengir ágætlega en gekk ekkert að nýta sín góðu færi á meðan Haukarnir léku sem lið og leiddu 25 - 35. Í lokaleikhlutanum skoruðu keflavíkurdrengir fyrstur 13 stigin og komust yfir og hélst sú forysta þar til 6 sekúndur voru eftir þegar Haukarnir jöfnuðu með þristi og framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni spiluðu okkar drengir samstillta vörn og náðu að sigra með fjórum stigum 46 - 42 og sæti í A-riðli tryggt.
Seinni leikur dagsins var á móti Grindvíkingum sem unnu alla sína leiki, enda með eindæmum hávaxið lið í þessum árgangi. Við náðum að halda í við Grindavík langt fram í þriðja leikhluta þegar aðeins munaði fjórum stigum og við verið yfir lítinn hluta leiksins. þá skildu leiðir og Grindavík sigraði 25-48
Drengir í sameiginlegu liði Þórs frá þorlákshöfn og Hamars í Hveragerði.