Enn í B-riðli
Það ætlar að reynast þrautinni þyngra fyrir drengi í 8. flokki (8.bekkur grunnskólans) að komast upp úr B-riðli. Drengirnir fóru í gær, laugardag, á Sauðárkrók og léku fjórðu og síðustu umferð Íslandsmótsins. Til stóð að vera bæði laugardag og sunnudag, en þar sem Breiðabliksdrengir sáu sér ekki fært að mæta norður, lékum við einungis þrjá leiki og kláruðum því á einum degi. Lagt var af stað sex að morgni og komið heim kl. 22:20 eftir þrjá leiki, Pizzuhlaðborð í Ólafshúsi á Króknum og nokkra keyrslu í ísköldu en fallegu veðri, en -17° frost og sól var á Holtavörðuheiðinni í gær.
Stefnan var tekin á að komast í A-riðil þar sem þessi hópur á heima, og allt annað óásættanlegt en að koma okkur í hóp fimm bestu liða landsins. Fyrsti leikurinn var á móti Þór Þorlákshöfn en þeir höfðu unnið aðra umferð Íslandsmótsins en komu engu að síður niður úr A-riðlinum eftir þriðju umferðina þar sem sjö bestu liðin þessum árgangi eru mjög jöfn og má litlu muna í hverjum leik.
Keflavikurdrengir hófu leikinn af krafti og komust í 19-2 og 30 – 16 en í þeirri stöðu taka Þórsarar rispu og komast yfir 30 – 32. Taugarnar að trufla drengina verulega á þessum kafla þar sem þeir gátu ekki skorað, þrátt fyrir að gera flest rétt nema að klára færin. Tóku aftur og aftur þau skot sem lagt var upp með að taka, en allt kom fyrir ekki. Leikur okkar lagaðist aðeins eftir þetta áhlaup en Þórsdrengir náðu engu að síður að halda forystunni út leikinn og sigra 44 – 46 og markmið okkar farið út í bláinn.
Seinni tveir leikirnir voru svo á móti Stjörnunni og gestgjöfunum Tindastólsmönnum og unnust nokkuð örugglega. Keflavik – Stjarnan 53 – 37 og Keflavík – Tindastóll 57 – 36.
Áfram Keflavík !
Áfram Keflavík !......gengur betur næst.