Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 8. febrúar 2009

Enn tapar drengjaflokkur

Ekki náði drengjaflokkur að fylgja eftir góðum sigri á KR í bikar hér um daginn þegar þeir léku við Fsu drengi á Selfossi. Drengirnir mættu ekki til leiks fyrr en að fyrsti leikhluta var nánast lokið. Var staðan þá orðin 35 - 19 fyrir Fsu eftir 9 mínútna leik og við sem áhorfendur í leiknum. Eftir að liðið vaknaði og setti pressuvörn í gang jafnaðist leikurinn og stóðu leikar í hálfleik 64 - 55 þar sem Fsu skoraði síðustu 4 stig hálfleiksins. Keflavíkurdrengir komu grimmir í seinni hálfleik og pressuðu stíft, en herslumuninn vantaði í sókninni og fráköstum til að munurinn minnkaði að ráði. Eftir Þrjá leikhluta stóð 82 - 74 og munurinn enn í um 10 stigum. Í síðasta leikhlutanum bar vörnin loks árangur og náðum við að breyta stöðunni í 87 - 97 þegar um 5 mínútur lifðu leiks. þá má segja runnið hafi æði á Fsu drengi því allt fór ofan sem þeir fleygðu upp. Settu þeir snarlega fjóra þrista og vinna síðustu 5 mín. leiksins 24 - 8. Leikurinn endaði því með sigri Fsu 111 - 105. Við þennan ósigur minnka líkurnar nokkuð á því að drengjaflokkur nái inn í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu, þó ekki sé öll nótt úti enn.

Stigaskor:
Andri þór Skúlason 7, Guðmundur A. Gunnarsson 33, Sigurður Guðmundsson 3, Gísli St. Sverrisson 4, Bjarki Rúnarsson 3, Alfreð Elíasson 37 og Almar S. Guðbrandsson 18.
Hrói Ingólfsson, Eðvald Ómarsson, Kristján Smárason náðu ekki að skora í þessum leik.
Vítanýting í leiknum var 15/27 eða heil 55%

Áfram Keflavík