Fréttir

Karfa: Konur | 13. mars 2009

Erfið staða komin upp hjá stelpunum

Keflavík tapað öðru sinni fyrir KR í jafnmörgum leikjum.  Staðan er því erfið fyrir þriðja leikinn sem fram fer í Toyotahöllinni á mánudaginn og spurning hvort stelpurnar séu tilbúnar í sumarfrí.

Flestir hefðu haldið að þær myndu mæta brjálaðar til leiks en raunin var önnur því eftir fyrsta leikhluta var 26-8.  Mjög erfiðlegar gekk að eiga við vörn heimamanna og vörnin hjá okkur ekki til staðar. Jafnræði var með liðunum í 2. leikhluta en þær mættu mjög ákveðnar til leiks eftir hlé og náður 15-0 kafla. Því miður dugði það ekki til og 69-54 tap staðreynd.

Jákvæðu fréttirnar eru að Bryndís er nálgast sitt besta form og verið stigahæst í síðustu leikjum. Bryndís var með 21. stig og 12. fráköst en Kesha var með 15. stig. Þær skildu því eftir 18 stig fyrir restina af liðinu. Bestu leikmenn liðsins í vetur þær Birna og Pálína skoruðu 9 og 6.stig.

 

Góð umfjöllun er um leikinn á karfan.is