Fréttir

Körfubolti | 10. desember 2006

Erfitt ferðalag heim frá Úkraínu

Ferðalagið

Hluti leikmanna liðsins komu heim frá Úkraínu eftir langt og strangt ferðalag á föstudagskvöldið, rétt fyrir miðnætið. Seinni hluti hópsins sem átti að fara með seinni vélinni frá Dnepropetrovsk og sameinast hópnum í Kiev, varð hins vegar að sæta sig að miklar seinkanir. Vélin átti að fara kl. 11.00 en hópurinn fór ekki á stað fyrir en kl. 18.00 og því löngu búnir að missa af öllum tengiflugum heim. Þeir komu því ansi lúnir heim til Keflavíkur degi of seint eða á laugardagskvöldið.
Dnepropetrovsk er mjög stór borg með um 2 miljón íbúa og mikla mengun en bílaflotinn í borginni saman stendur af gömlum Lödum. Ekki var hægt að komst í nettenginu í borginni og því var heimasíðan ekki uppfærð eins þessa daga.

Leikurinn

Leikurinn fór fram í mjög stóru húsi sem tekur um 5000 manns í sæti en um 3000 manns voru á leiknum á miðvikudag. Umgjörð leiksins var mjög glæsileg og áhugi fjölmiðla að allt öðru stigi en við eigum að venjast hér heima.  Fjölmiðlar voru mættir út á flugvöll og tóku Sigga þjálfara í viðtal og leikurinn sjálfur var sýndur í heild sinni í sjónvarpinu.

 

Stóðu sig vel.

Strákarnir léku leikinn mjög vel ef undan eru skildar 2-3 síðustu mínutur leiksins. Smá stress var þó í byrjun leiks eða kannski voru leikmenn okkar að venjast kuldanum í húsinu því Dnipro skoraði 7 fyrstu stig leiksins. Thomas var td mjög óheppinn með skotin í byrjun leiks og Tim fór ekki í gang fyrir enn í  öðrum leikhluta. Leikmenn Dnipro eru sterkir strákar og tóku mikið að sóknarfráköstum í leiknum. Donatas Zavackas átti frábæran leik fyrir heimamenn og skoraði 30 stig og var með 14 fráköst.

Tim Ellis var sprækur í leiknum og skoraði 25 stig ( 7 / 10 í teig ), Thomas var með 19 stig og Jermain 17 stig

.

Tölfræði leiksins

Myndir