Erfitt hjá 11.flokki drengja
Nú um helgina lék 11.flokkur drengja (f. 92) í þriðju umferð Íslandsmótsins og það í A-riðli. Þar sem þessi árgangur hefur ekki náð að leika í A-riðli, eða á meðal fimm bestu liða landsins í nokkurn tíma, var vitað fyrirfram að um ramman reip yrði að draga hjá drengjunum. þessi '92 árgangur samanstendur af aðeins fimm drengjum sem æfa á fullu gasi, og þáðu þeir því aðstoð frá drengjum fæddum 1993.
Leikur 1
Fyrsti leikurinn var á móti núverandi Íslands- og bikarmeisturum þessa '92 árgangs eða við nágranna okkar úr Njarðvík. Njarðvík sló okkar lið úr bikarkeppninni fyrr í vetur með 40 stiga mun og skyldi nú allt lagt í sölurnar til að missa þá ekki fram úr okkur. Það tókst ágætlega þó Njarðvíkurdrengir hafi komist 13 yfir í fyrsta leikhluta. Okkur tókst að jafna og var munurinn 2 stig í hálfleik 26 - 28 Íslandmeisturunum í vil. Í seinni hálfleik mættu Njarðvíkurdrengir grimmir til leiks, en illa gekk að brjóta spræka Keflvíkurdrengi aftur og ná góðu forskoti. Eftir þrjá leikhluta stóð 30 - 38. Þrátt fyrir aðeins 4 stig okkar í leikhlutanum gerðu mótherjarnir aðeins 10 svo ekki dró að neinu ráði í sundur með liðunum. Fjórði og síðasti leikhlutinn hélst síðan jafn út leikinn og náðu njarðvíkurdrengir að klára leikinn með 10 stiga mun 46 - 56. Mikil bæting frá síðasta leik og drengirnir nokkuð sáttir með sinn leik þrátt fyrir tap.
Stigaskor okkar drengja: Ragnar Alberts. 2, Ísak Kristinns 2, Gísli Steinar 2, Sigurður Guðmunds. 4, Sævar Eyjólfs. 4, Eðvald Ómars. 11, Kristján Smára. 2, Andri þór 17, og Hafliði Már 2,
Guðna Friðrik tókst ekki að skora.
Vítanýting 8/12 eða 66%
Leikur 2
Annar leikurinn í mótinu var á móti Breiðablik sem eru ívið slakari en lið Njarðvíkur og Fjölnismanna sem eru áberandi bestu lið þessa árgangs. Sá leikur hélst jafn allan leikinn og var heldur hraðari en fyrsti leikur okkar. Eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 12 - 20 fyrir Blikana, en þeir leiddu mest allan leikinn. Í háfleik höfðum við minnkað muninn í sex stig eða 34 - 40. Seinni hálfleikur hélst jafn og var enn sex stiga munur eftir þrjá leikhluta 46 - 52. Í lokaleikhlutanum bættu Blikar í og náðum við ekki að fylgja eftir sömu hittni og lauk leiknum með sigri Blika 62 - 76.
Stigaskor okkar drengja: Ragnar 4, Gísli Steinar 8, Sigurður 2, Sævar 8, Eðvald 16, Kristján 3, Andri þór 18, Hafliði 3
Ísak og Guðni náðu ekki að skora
Vítanýting 4/10 eða 40%.
Leikur 3
Á sunnudeginum fór síðan fram leikur við Fjölnisdrengi. Við lékum þennan leik aðeins með sjö leikmenn þar sem þrír úr 10.flokknum eða '93 árgangnum forfölluðust. Fjölnismenn eru með töluvert hávaxnara lið en okkar lið, og áttum við í mesta basli undir körfunni. Bæði með að skora undir og og að halda þeim frá körfunni. Þeir fengu nánast alltaf tvær og þrjár tilraunir eftir að skot þeirra höfðu geigað. Í hálfleik var munurinn orðin 18 stig eða 31 - 49. Munurinn hélt áfram að aukast í seinni háflleik og endaði leikurinn með öruggum sigri Fjölnisdrengja 64 - 97
Stigaskor okkar drengja: Ragnar 4, Gísli Steinar 10, Sigurður 18, Eðvald 11, Kristján 4, Andri þór 17.
Guðni náði ekki að skora.
Vítanýting 14/25 eða 56% .
Leikur 4
Þar sem Ísfirðingar komust ekki suður um helgina, á eftir að leika þennan leik. Ekkert annað en sigur dugir í þeim leik ef ekki á að fara í B-riðil aftur. KFÍ-drengir koma væntanlega suður við tækifæri og leika þessa fjóra leiki til að niðurstaða fáist í mótið.
Áfram Keflavík