Erum með Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði ekki þeir - Stutt viðtal við Almar Guðbrandsson
Aðeins tveir dagar eru í leik Keflavíkur og Grindavíkur í 4-liða úrslitum poweradebikarsins. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni kl. 15.00 sunnudaginn 27. janúar. Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur staðið yfir frá því flautað var til leiksloka í sigurleiknum við Stjörnuna. Almar Guðbrandsson miðherji Keflavíkur segir leikmenn Keflavíkurliðsins vera að gera sig tilbúna fyrir leilkinn enda ætli þeir sér sigur.
Hvernig eru menn stemmdir fyrir leikinn?
Menn eru vel stemmdir fyrir leikinn og hlakka mikið til. Alltaf gaman að spila mikilvæga leiki við annað Suðurnesjalið.
Í hverju felast möguleikar Keflavíkur í þessum leik?
Við erum með lið sem getur keyrt upp hraðann og svo má ekki gleyma því að við erum með mann sem heitir Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði en ekki þeir...
Er raunhæft að Keflavík verji titilinn?
Auðvitað ætlum við okkur að verja titilinn og höfum alla burði í það.
Mega Keflvískir stuðningsmenn búast við þér sterkari á þessu ári?
Ég hef ekki verið að spila vel í síðustu leikjum og ekki verið að spila mikið en markmiðið mitt er að spila töluvert betur og þar af leiðiandi spila meira og hjálpa liðinu eins og ég get.