Evrópuleikur í dag. Fréttir
Keflavíkurliðið var rétt í þessu að ljúka sinna annari æfingu í Novy Jivin í Tékklandi. Eftir morgunmat var haldið á æfingu í íþróttahúsið sem er aðeins um 3. mín. gangur frá Hótelinu. Allir leikmenn eru heilir og klárir í verkefni dagsins. Jermain var eitthvað slappur í gær enn er allur að koma til og verður með í kvöld. Næst er svo hadegisverður og göngutúr um bæinn. Eftir það verður svo slakað á fyrir leik. Munið að leikurinn verður í beinni á netinu hér. Við munum svo flytja ykkur fréttir eftir leik. Myndir Minnum á að leikurinn byrjar kl. 16.30 að Íslenskum tíma.
Ekki skemmir fyrir að við fengum þær góðu fréttir að Magnús Þór Gunnarsson væri orðinn pabbi. Til hamingju Maggi.
Auglýsingar er á mörgum stöðum í bænum og búist við 1000 manns á leikinn
.
Íþróttahúsið í Novy Jevin. ( fyrir aftan braggann )