Fréttir

Eysteinn Ævarsson í Keflavík
Karfa: Karlar | 29. maí 2014

Eysteinn Ævarsson í Keflavík

Keflvíkingar hafa samið við hinn 19 ára gamla framherja Eystein Bjarna Ævarsson til tveggja ára. Eysteinn er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk með liðinu undanfarin þrjú ár. Eysteinn skilaði 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik í 1. deildinni í vetur, spilamennska sem varð til þess að Eysteinn var valinn úrtakshóp fyrir U20 ára landslið Íslands og loks í lokahóp eftir nokkra daga æfingar.

Hver var kveikjan að því að þú ákveður að fara í Keflavík?
Hún var örugglega bara sú að mig langar til að bæta mig sem leikmaður með réttri þjálfun og síðan langar mig að spreyta mig í úrvalsdeildinni.

Nú hefur þú spilað mikið í 1. deild undanfarin tvö ár þrátt fyrir ungan aldur - heldur þú að sú reynsla muni hjálpa þegar kemur að baráttunni fyrir mínútum í Keflavík og í leikjum í úrvalsdeild?
Ég vona að það muni hjálpa mér, þótt að úrvalsdeildinn sé mun sterkari og betri. Ég er bara tilbúinn að reyna allt til þess að gera mitt besta á komandi tímabili.

Mikil ánægja ríkir innan herbúða Keflavíkur með fá Eystein til liðsins og standa vonir til að hann og Andrés Kristleifsson komi til með að styrkja liðið fyrir átökin í vetur í Domino´s deildinni.