Fáir miðar á bikarleikinn eftir. Vinnur þú 100.000. krónur?
Stóri dagurinn er runninn upp og spennan að magnast fyrir bikarleikinn sem hefst kl.14.00 í Laugardalshöll. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hefur stemmingin verið eins góð fyrir bikarúrslitaleikinn í kvennaflokki. Enda eru 2. bestu lið landsins síðustu ára að mætast, en einnig spilar inní að Actavis býður stuðningsmönnum liðanna á leikinn. ATH það verður að sækja sér miða í Íþróttahúsið að Sunnubraut og aðeins eru fáir miðar eftir. Þeir sem mæta í höllina og eru ekki með miða verða að borga sig inn.
Andlitsmáling hefst kl. 11.00 og rúturnar fara kl. 12.30.
Lýsing ætlar að bjóða upp á skemmtilegan skotleik í kringum úrslitaleikina á morgun.
Tveir áhorfendur á hvorum leik verða dregnir út og fá þeir að spreyta sig á miðjuskotinu. Sá eða sú sem hittir fær í verðlaun 100.000 krónur.