Fréttir

Karfa: Konur | 29. maí 2011

Falur Harðarson þjálfar kvennalið Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur gekk frá ráðningu þjálfara fyrir kvennalið Keflavíkur til 2ja ára í dag. Það var Keflvíkingurinn
Falur Harðarson sem skrifaði undir og mun hann því stýra liðinu næstu 2 ár. Falur sat við hlið Jóns H. Eðvaldssonar í vetur
og er því öllum hnútum kunnugur þegar kemur að kvennaliði Keflavíkur.

Pálína Gunnlaugsdóttir skrifaði einnig undir við Keflavík í dag til 2ja ára og eru það að sjálfsögðu gleðitíðindi fyrir klúbbinn.
Pálína var einn af lykilmönnum kvennaliðs Keflavíkur í vetur og var einnig valin besti leikmaður úrslitakeppni kvenna á
lokahófi KKÍ á dögunum, ásamt því að vera í Úrvalsliði KKÍ.

Þá er kvennalið Keflavíkur klárt fyrir komandi átök á næsta tímabili og er Bryndís Guðmundsdóttir sú eina sem hefur
yfirgefið liðið.

 

Falur Harðarson og Hermann Helgason handsala samkomulag í dag

 


Pálína Gunnlaugsdóttir og Hermann Helgason handsala samkomulag í dag

 


Falur ásamt hluta Keflavíkurliðs kvenna. Á myndina vantar Anítu Evu Viðarsdóttur, Evu Rós
Guðmundsdóttur, Marín Rós Karlsdóttur og Rannveigu Kristínu Randversdóttur.