Fréttir

Karfa: Konur | 8. apríl 2011

Fer bikar á loft í Keflavík í kvöld?

Nú er spennan heldur betur að magnast í kvennaboltanum. Keflavíkurstúlkur eiga möguleika á að tryggja sér
Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Njarðvík. En geri þær það, hafa þær unnið einvígið 3-0. Puma Sveitin
mun mæta á svæðið og halda uppi magnaðri stemmningu í húsinu.

Þar sem þetta gæti hugsanlega verið síðasta körfuboltaleikur meistaraflokks á tímabilinu, þá biðjum við alla unnendur körfubolta í Keflavík að láta sjá sig og hvetja stelpurnar til dáða. Þær eiga það virkilega skilið.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og kostar 1.000 kr. á leikinn.

 


Keflavíkurstúlkur þurfa að hafa sig alla við í kvöld ef þær ætla að landa sigri