Fimm flokkar frá Keflavík leika til úrslita
Nú eru úrslit framundan hjá yngri flokkunum, rétt eins og hjá meistaraflokkum. Keflvíkingar hafa þegar eignast sína fyrstu Íslandsmeistara, en það eru 7. flokkur kvenna og meistaraflokkur kvenna. Á næstunni munu fimm aðrir flokkar leika til úrslita, en yfirleitt eru það fjögur bestu lið hvers aldursflokks sem leika til úrslita. Við eigum þátttakendur í úrslitum eftirtalinna flokka:
Stúlkur:
- 10. flokkur
- Unglingaflokkur
Drengir
- 9. flokkur
- 10. flokkur
- Drengjaflokkur
Við óskum þeim öllum góðs gengis og hvetjum fólk til að fylgjast með leikjunum ef þess gefst kostur. Nánari upplýsingar um leiktíma er að finna á heimasíðu KKÍ, www.kki.is.