Fimm yngri flokkar á fjölliðamótum um helgina
Það verða fimm yngri flokkar í eldlínunni á Íslandsmótinu um helgina en þá fer fram þriðja og síðasta helgarmót vetrarins í fyrstu umferð. Helgina 31. okt. -1. nóv. er síðan ekkert leikið á Íslandsmótinu en þá fer fram Hópbílamót Fjölnis í Grafarvogi og mun Keflavík senda a.m.k. 7-8 lið á það mót.
7. flokkur karla keppir á heimavelli í A-riðli og fer mótið fram í Heiðarskóla. 10. flokkur karla heimsækir Valsmenn í Vodafone höllina og keppir í C-riðli. 9. flokkur kvenna fer til til Grindavíkur og keppir í A-riðli. Í minnibolta kvenna 11 ára sendir Keflavík tvö lið til keppni í ár. A-liðið fer yfir lækinn til Njarðvíkur og keppir í A-riðli og loks fara stelpurnar í 5. bekk alla leið á Sauðárkrók þar sem þær hefja keppni í C-riðli enda eru þær að keppa upp fyrir sig um eitt ár.
Leikjaplön helgarinnar:
7. flokkur karla
10. flokkur karla
9. flokkur kvenna
Minnibolti 11. ára A-lið
Minnibolti 11. ára B-lið